Þjónusta

Rafumbrot

Við tökum að okkur umbrot rafbóka. Við breytum ritvinnslu eða umbrotsskjölum yfir í ePub og mobi rafbækur samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

Fræðsla

Við tökum að okkur að færa prentaðar bækur yfir á rafrænt form og gera þær tilbúnar til rafræns umbrots. (Og já, við bjuggum til nýyrðið Stafræning)

Ráðgjöf

Við bjóðum menntastofnunum, fyrirtækjum, hópum og félögum upp á fræðslu-fyrirlestra um tæknina, notkun rafbóka eða rafbókagerð, allt eftir óskum.

Stafræning

Við erum sérfræðingar í rafbókum, rafbókamiðlun, umbroti, lestækjum og öllu sem við kemur rafrænni útgáfu. Við getum miðlað af reynslu okkar og þekkingu í þína þágu.

Hvaða þættir eru algengastir í verkefnum okkar?

Rafumbrot
80%
Fræðsla
20%
Stafræning
10%
Ráðgjöf
60%

Dæmi um rafbókaverkefni

 • Connector.

  Rafumbrot

  Við gerum tilboð í hverskonar rafumbrot. Viðmiðunarverð fyrir umbrot er 20-45. þúsund sem afhent er á ritvinnslu- eða öðru formi. Verð er háð afhendingu á fullnægjandi vinnugögnum og miðast við hefðbundnar kiljur með einfaldri hluta- eða kaflaskiptri framsetningu á texta að 500bls og með allt að 10 myndum. Flóknari umbrot skal samið um sérstaklega. Hafðu samband til þess að kynna þér málið betur.

  Hvert tilfelli er skoðað sérstaklega með tilliti til lengdar, umfangs og skráarforms sem skilað er til úrvinnslu. Einnig er hægt að leita eftir tilboðum í stærri eða minni umbrot.

 • Connector.

  Fræðsla

  Við bjóðum menntastofnunum, fyrirtækjum, hópum og félögum upp á fræðslufyrirlestra. Tilgangur fyrirlestranna er að fræða almenning um tæknina á bak við rafbækur og möguleika hennar í leik og starfi. Hvað er rafbók? Hver er munurinn á lestöflu eins og Kindle eða Sony eReader og snjalltöflu eins og iPad og Samsung GalaxyTab? Hvernig býrð þú til rafbók?
  Hafðu samband til þess að fá frekari upplýsingar.

 • Connector.

  Ráðgjöf

  Við höfum víðtæka lestri af öllu sem við kemur rafbókum hvort sem það er í tengslum við umbrot, lesbretti, snjalltæki, lesforrit, útgáfu á íslandi eða erlendis. Við getum aðstoðað þig á öllum stigum málsins hvort sem þú vilt fá aðstoð til þess að gera hlutina sjálfur eða vilt fá ábendingar um fagmenn til að vinna einstaka verkhluta.

 • Connector.

  Stafræning

  Við tökum að okkur að færa bækur yfir á rafrænt form og gera þær tilbúnar til rafræns umbrots með skönnun, OCR lestri og textavinnu. Hvert tilfelli skoðað sérstaklega. Hér má finna ítarlegri upplýsingar um stafræningu Hafðu samband með upplýsingum um umfang bókar.

 • Connector.

  Ýmis þjónusta

  Við bjóðum ekki upp á prófarkalestur eða kápugerð eins og er en við höfum einstaklinga á skrá hjá okkur sem við getum vísað á. Hafðu samband til þess að fá frekari upplýsingar.
  Hefðir þú áhuga að vera á skrá hjá okkur og bjóða notendum Emmu þessa þjónustu?

Hafðu samband

Nafn (skylda)

Netfang (skylda)

Símanúmer

Efni

Skilaboð

Emma vill eiga gott samstarf við óþekkta sem þekkta rithöfunda, smá og stór útgáfufyrirtæki sem og lesendur á öllum aldri. Þannig mun Emma skapa samfélag í kring um óþrjótandi sköpunargáfu Íslendinga og aldagamlan lestraráhuga þjóðarinnar. Emma vill leggja sitt af mörkum til áframhaldandi þróunar bókamenningar Íslendinga og er rökrétt framhald á langri sagnahefð Íslendinga. Emma varð til á ári Sögueyjunnar 2011 þegar íslenskar bókmenntir voru heiðursgestir á bókamessunni í Frankfurt og varð til í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Emma.is opnaði 1.desember 2011 á fullveldisdegi Íslendinga sem var mjög viðeigandi dagur til heiðurs sjálfstæðra útgefenda.

Þú getur lesið rafbækur hvar sem er