Hér að ofan er listi yfir nær allar íslenskar rafbækur sem fáanlegar eru á hinum ýmsu rafbókaveitum. Hægt er að leita í listanum og skoða hvar rafbækurnar fæst. Ef þú hefur ábendingu um rafbók á íslensku sem ekki er á listanum getur þú sent inn nýja skráningu hér að neðan. Birt með fyrirvara um villur. Ábendingar vel þegnar. Uppfært 5.jan 2017.

Á Amazon er að finna gott úrval af rafbókum á íslensku en það þarf að hafa örlítið fyrir því að finna þær. Notendur kaupa yfirleitt rafbækur annað hvort gegnum breska Amazon eða bandaríska Amazon. Rafbækur frá Amazon er hægt að lesa í Kindle eða Kindle lesforritum sem til eru fyrir öll tæki
Forlagið býður upp á gott úrval rafbóka. Rafbækurnar eru á ePub sniði og þarf að hafa upp settan leshugbúnað fyrir ePub og Adobe DRM sem hægt er að nálgast frítt. Leiðbeiningar um uppsetningu er að finna á vef Forlagsins.
Ekki er hægt að lesa rafbækur frá Forlaginu á Kindle.

Eymundsson býður upp á gott úrval rafbóka. Rafbækurnar eru á ePub sniði og þarf að hafa upp settan leshugbúnað fyrir ePub og Adobe DRM sem hægt er að nálgast frítt.. Leiðbeiningar um uppsetningu er að finna á vef Eymundsson.
Ekki er hægt að lesa rafbækur frá Forlaginu á Kindle.
eBækur (ebaekur.is) býður upp á gott úrval rafbóka. Rafbækurnar eru á ePub sniði og þarf að hafa upp settan leshugbúnað fyrir ePub og Adobe DRM. eBækur mæla með eBækur lesforritinu.

Leiðbeiningar um uppsetningu er að finna á vef eBóka.
Ekki er hægt að lesa rafbækur frá eBókum á Kindle.

Snara.is býður upp á vefbókasafn með völdu úrvali rafbóka. „Snara“ er miðlægt vefkerfi þar sem hægt er að kaupa, geyma og lesa vefbækur. „Vefbók“ er þjónusta sem sem felur í sér veflægan aðgang að útgáfuverkum í gegnum streymi í tiltekinn tíma. Þannig er hægt að lesa bækur í gegnum vafra á hvaða tæki sem er í þann tíma sem aðgangur er keyptur að hverri bók
Rafbókavefur býður upp á úrval rafbóka af verkum sem komin eru úr höfundarétti. Vefurinn hýsir allskonar efni á rafbókarformi sem er hentugt að lesa með rafbókalesurum og spjaldtölvum. Hægt er að sækja allar rafbækur á ePub og mobi sniði og því hægt að lesa með öllum lestækjum og leshugbúnaði, þar með talið á Kindle.

Allar rafbækur á vefnum eru fríar.

Á Lestu.is er að finna skáldsögur, smásögur, barnasögur, Íslendingasögur, ljóð og margt fleira.

Með því að gerast áskrifandi færðu ótakmarkaðan aðgang að rafbókunum á Lestu.is. Þú færð einnig aðgang að umfjöllun um höfunda, bókmenntaverk og fleiru.

Rafbækurnar á Lestu.is er hægt að lesa á öllum tækjum og lesforritum, þar á meðal Kindle

Íslenskar rafbækur er stundum að finna á öðrum stöðum. Nokkrar bækur eru á iTunes, Smashwords.com, Bokaland.is, ebók.is og á vefsíðum fyrirtækja/samtaka.
iTunesSmashwordsGoogle.is